top of page

Námskeið fyrir eigendur hjálparhunda - viðbót

Hjálparhundar Íslands

Upphaflega fórum við af stað með námskeið með fjórum erindum fyrir eigendur hjálparhunda en svo fengum við liðsauka og höfum því bætt við fimmta erindinu. Nú er tveimur erindum lokið og dagskráin framundan lítur svona út:


Þriðjudagur 8. febrúar kl. 20:00 Heiti: Heilsa og heilbrigði hjálparhunda Umsjón: Þóra J. Jónasdóttir Þóra Jóhanna starfar sem sérgreinadýralæknir gæludýra og velferðar hjá Matvælastofnun (MAST). Hún lauk dýralæknaprófi frá Dýralæknaháskóla Noregs árið 1990 og doktorsprófi við sama skóla árið 2002. Starfaði hún sem héraðsdýralæknir á Vestfjörðum 1990-93, en flutti þá aftur til Noregs. Þar starfaði hún á árunum 1994-2013 að mestu á gæludýradeild Dýralæknaháskólans í Osló við kennslu, aðallega á lyflæknadeild og á bráðamóttöku gæludýra, en einnig við krabbameinsrannsóknir í samvinnu milli gæludýra- og erfðafræðadeildar háskólans, spítala og lyfjaþróunarfyrirtæki. Þóra hefur starfað hjá MAST frá árinu 2013. Til viðbótar við dýralæknastörf er Þóra hamingjusamur hundaeigandi sjálf, með 4 hunda á heimilinu eins og er. Hún hefur verið með leitar- og björgunarhunda í mörg ár, bæði fyrir snjóflóða- og víðavangsleit og sporrakningar. Er hún meðlimur í Björgunarhundasveit Íslands og starfar með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Í erindi sínu mun Þóra fjalla um heilbrigði hunda með áherslu á starfandi hjálparhunda. Fyrirlesturinn fer fram í gegnum ZOOM og verður tengill aðgengilegur þegar nær dregur. Fimmtudagur 10. febrúar kl. 20:00 Heiti: Vottun hjálparhunda Umsjón: Gunnhildur Jakobsdóttir Gunnhildur starfar sem iðjuþjálfi á Æfingastöðinni og er með meistarpróf í heilbrigðisvísindum. Hún lauk námi við Lífvísindaháskólann í Noregi um íhlutun með aðstoð dýra með áherslu á notkun hunda. Hún starfar á Æfingastöðinni þar sem hún veitir meðal annars iðjuþjálfun með hund og hesta. Hún á fimm ára gamla flatcoated retriever tíkina Skottu sem er vottaður þjónustuhundur frá International Cener of Anthrozoology. Í erindi sínu mun Gunnhildur kynna vottunarferli hjálparhunda sem unnið var fyrir Hjálparhunda Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í gegnum ZOOM og verður tengill aðgengilegur þegar nær dregur.

Þriðjudagur 15. febrúar kl. 20:00 Heiti: Næring hjálparhunda Umsjón: Steinar B. Aðalbjörnsson Eyhild Steinar starfar sem fræðslustjóri hjá Dýrheimum og felst starf hans fyrst og fremst í því að aðstoða eigendur hunda með næringu dýra sinna. Steinar er matvæla- og næringarfræðingur að mennt, með meistaragráðu í næringu og viðbótarréttindi í næringarráðgjöf (löggilding) en auk þess er Steinar með kennsluréttindi frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Steinar hefur undanfarin 20 ár unnið við að aðstoða einstaklinga við að ná tökum á sinni næringu þá sérstaklega þegar kemur að því að bæta árangur í íþróttum í gegnum sértæka næringu. Undanfarin þrjú ár hefur Steinar yfirfært þekkingu sína í næringu manna yfir í hundanæringu, og öfugt, en margt er líkt í meltingarvegi þessara tveggja dýrategunda þó margt sé líka ólíkt. Steinar á tvo hunda; Mosa, fimm ára súkkulaðibrúnan Labrador og Kol, tveggja ára svartan Labrador úr vinnuhundalínu. Í erindi sínu mun Steinar fjalla um mikilvægi hentugrar næringu fyrir hjálparhunda enda leikur rétt næring lykilhlutverk í því að hjálparhundar geti unnið sína vinnu með 100% einbeitingu eins lengi og þörf er á. Fyrirlesturinn fer fram í gegnum ZOOM og verður tengill aðgengilegur þegar nær dregur.

Eins og fram kom í fyrri auglýsingu verður námskeiðið boði fyrir gilda félagsmenn Hjálparhunda Íslands árið 2022 . Til að gerast félagi smellið hér Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum hjalparhundar@gmail.com Námskeiðin eru styrkt af Öryrkjabandalagi Íslands

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page