top of page

Acerca de

Hæfnimat

Upplýsingar um hæfnimatið

Hjálparhundar Íslands standa fyrir hæfnimati á hjálparhundum tvisvar sinnum á ári. Hér að neðan eru upplýsingar um matið. 

Hæfnimatið fer fram í margmenni, á opinberum stað sem er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun. Á svæðinu er mismunandi undirlag, tröppur, lyfta, sjálfvirkar hurðir, þröngir gangar og húsgögn. Hundur þarf að vera að lágmarki 18 mánaða og uppfylla kröfur um heilbrigði. Jafnframt þarf að sýna fram á að hundurinn hafi hlotið þjálfun sem hjálparhundur hjá viðurkenndum þjálfara eða undir leiðsögn þjálfara sem viðurkenndur er af stjórn Hjálparhunda Íslands. Stjórnandi hunds í prófi skal vera að lágmarki 18 ára og vera skráður meðlimur í Hjálparhundum Íslands.

Nánari upplýsingar um matið er að finna hér á heimasíðu félagsins en einnig er áhugasömum bent á að senda fyrirspurn á netfangið hjalparhundar@gmail.com

Í taum

Hegðun hunds í taum og fylgd hans við eiganda er metin í gegnum prófið. Teymið gengur að og frá byggingu, innan byggingar og inn og út um hurðar.

Án taums

Hundur undir stjórn án taums. Þótt hundur eigi aldrei að vera án taums í vinnunni geta slíkar aðstæður komið upp. Eigandi sleppir taumnum og gengur á svæði sem samsvarar 4 fermetrum með hraðabreytingum, beygjum og snúningum.

Aðskilnaður við eiganda

Ókunnug manneskjan heldur í taum hunds og eigandi gengur í burtu. Slíkar aðstæður geta komið upp við slys eða í annars konar neyðartilvikum. Eigandi er í 6 metra fjarlægð frá hundi og ókunnugu manneskjunni og stendur þar í 20 sekúndur. Manneskjan á ekki í samskiptum við hundinn. Eigandi kallar að lokum á hundinn til sín í tveggja metra fjarlægð.

Að mæta hundi

Eigandi stillir sér upp með hundinn við hlið sér. Manneskja með hund gengur fram hjá nokkrum sinnum í innan við 1,8 metra fjarlægð frá prófhundi og eiganda hans. Hegðun og  viðbrögð hunds eru metin.

Hljóð

Viðbrögð hunds við truflun. Matsmaður missir skrifbretti þannig að hávaði skapast. Fylgst er með viðbrögðum hundsins. 

Mannmergð

Viðbrögð hunds við þröngum aðstæðum. Starfsfólk prófs hópast kringum teymið í tveggja metra fjarlægð og nálgast það samtaka þar til það staðnæmist alveg upp við teymið.

Hjálpartæki

Manneskja gengur fram og tilbaka fyrir framan teymið nokkrum sinnum með eitthvað af eftirfarandi: innkaupakerru, hækjur, hjólastól. Hundur á að vera í skipun (liggja, sitja standa) þangað til hann er losaður úr henni. Fylgst er með viðbrögðum hundsins.

Hundur skoðaður

Viðbrögð hunds við að vera skoðaður af ókunnugri manneskju. Teymið er í kyrrstöðu og hundur á hæl. Manneskja kemur  og heilsar eiganda. Því næst klappar hún hundi og heilsar.

Lyfta

Teymið fer í lyftu. Prófað er hvernig hundinum gengur að bíða eftir lyftu, bíða eftir að fólk fari út úr lyftunni og að ganga út úr lyftunni um leið og hurðin opnast. Hegðun hunds í lyftunni er einnig metin.

 

Stigi

Eigandi gengur með hund í taum upp og niður tröppur innan verslunarmiðstöðvar. 

Sjálfvirk hurð

Teymið gengur út úr byggingu. Eigandi stendur í nokkrar sekúndur við sjálfvirka hurð sem opnast. Við skipun matsmanns gengur eigandi og hundur út um hurðina. Teymið mætir öðru fólki á leiðinni út. 

Matur/lykt

Hegðun hunds í kringum mat er skoðuð á veitingastað. Matsaðili og eigandi setjast niður á veitingastað. Fylgst er með hegðun hundsins á meðan. 

Bílaumferð

Viðbrögð hunds við bílaumferð fyrir utan byggingu. Hér er tekið tillit til hegðunar hunds í upphafi og við lok mats.

bottom of page