Fósturfjölskylda
Fósturfjölskyldur eru nauðsynlegar fyrir þjálfun á hjálparhundum og leiðsöguhundum fyrir blinda.
Það þarf að ala upp fjöldan allan af hundum frá 8 vikna til 12 mánaða og þá er hægt að meta hvort þeir hæfa í verkefnið. Bæði útfrá heilsufari og geðslagi. Það er ekki nema um það bil 50% sem fara alla leið í gegnum nálaraugað og verða hjálparhundar/leiðsöguhundar.
Þeir sem taka að sér starfið verða að sinna því vel. Það þarf að fara með hvolpinn á námskeið og ala hann upp í að vera góður og ljúfur heimilishundur. Vera vakandi og sofandi yfir því að umhverfisþjálfa hann. Þeir þurfa að hitta fólk og önnur dýr og hunda, venjast umferð og erli bæjarlífs. Vera öruggir í tröppum og stigum og lyftum.
Vera hluti af fjölskyldunni og taka þátt í öllu /flestu sem hún tekur sér fyrir hendur.
Hundaþjálfari fylgir síðan eftir uppeldinu og hittir hvolpinn og fósturfjölskyldu hans á 2 til 4 vikna fresti.
Þetta getur verið mjög góð leið fyrir fólk sem er að hugsa um að fá sér sinn fyrsta hund en hefur enga reynslu af uppeldi hunda. Það er ómetanlegt að fá eftirfylgni fagmanns og leiðbeiningar gegnum uppeldisferlið og ef að viðkomandi finnur út að það er ekki fyrir hann að vera með hund þá er bara hægt að skila hvolpinum og vera laus allra mála.
Þetta hentar ekki öllum þar sem oft er erfitt að þurfa að kveðja hvolp sem búið er að leggja mikla alúð og vinnu í. En þetta er líka sjálfboðastarf sem gefur fötluðum einstakling mjög mikið að fá vel undirbúin og vel uppalinn og elskaðan hund í hendurnar. Lengi býr að fyrstu gerð!