SKILMÁLAR OG SKILYRÐI
Neðangreindir skilmálar gilda fyrir styrktarsíður Hjálparhunda Íslands. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú gerist styrktaraðili með mánaðarlegu- eða stöku framlagi á www.hjalparhundar.is
Skilgreining
Seljandi er Hjálparhundar íslands, kt. 460318-0840. Hjálparhundar Íslands eru félagasamtök með skrifstofu að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík . Símanúmer samtakanna er +354 695 0272.
Hægt er að styðja Hjálparhunda Íslands með mánaðarlegu- og/eða stöku framlagi. Ef þú hefur einhverjar ábendingar varðandi styrktarsíðu Hjálparhunda Íslands biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á hjalparhundar@gmail.com.
Sért þú undir 18 ára aldri viljum við vekja athygli þína á að nauðsynlegt er að þú og forráðamenn þínir kynnið ykkur samþykktir Hjálparhunda Íslands áður en þú styrkir samtökin með mánaðarlegu framlagi. Sért þú undir 16 ára aldri viljum við vekja athygli þína á að nauðsynlegt er að þú og forráðamenn þínir kynnið ykkur reglur Hjálparhunda Íslands áður en þú styrkir samtökin með stöku framlagi.
Hjálparhundar Íslands áskilja sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara og eru öll verð á síðunni birt með fyrirvara um prentvillur. Áskilinn er réttur til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Trúnaður og öryggi
Hjálparhundar Íslands heitir styrktaraðila fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við stuðninginn. Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Við höfum tekið upp sérstakar reglur og skilmála varðandi friðhelgi sem setur okkur mörk varðandi söfnun, geymslu og notkun á þeim upplýsingum sem þú gefur okkur, persónuverndaryfirlýsingu má finna hér. Það kann að vera að persónuverndaryfirlýsingin okkar verði uppfærð svo við hvetjum þig til að kíkja á hana með reglulegu millibili. Við deilum upplýsingum einungis með þriðja aðila þegar til staðar er vinnslusamningur þar sem kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga, nema lagaskylda kveði á um annað. Við kunnum að deila upplýsingum um þig með eftirfarandi aðilum:
-
Þjónustufyrirtækjum sem koma fram fyrir okkar hönd.
-
Sérfræðingum okkar s.s. lögfræðingum, endurskoðendum og ytri ráðgjöfum.
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.