top of page

Markmið félagsins

Stulka_i_hjolastol_og_ljos_labrador_vefu

Hver er hvatinn á bak við stofnun félagsins?

Haustið 2018 kom saman áhugafólk um hjálparhunda á Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur um möguleika þess að stofna félag um hjálparhunda. Reglulegir fundir voru haldnir þar sem staðan hér á land var rædd og fræðst var um samtök hjálparhunda erlendis. Þessi vinna leiddi af sér að fimmtudaginn 25. janúar var stofnfundur haldinn og félagið nefnt Hjálparhundar Íslands. að stofnun félagsins var að koma á laggirnar félagi sem héldi utan um málefni hjálparhunda og eigenda þeirra hér á landi líkt og þekkt er erlendis.

 

Hver eru markmið félagsins?

Helstu markmið félagsins er að stuðla að bættu umhverfi hjálparhunda hér á landi svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Til að svo sé þarf að vera til formlegri skilgreiningu á hvað hjálparhundur sé, koma á stöðlum og samþykktum um hvernig og hverjir skulu þjálfa og votta slíka hunda. Síðast en ekki síst er markmið félagsins að stuðla að auknum lagalegum réttindum hjálparhunda hér á landi varðandi aðgengi að byggingum og samgöngum líkt og leiðsöguhundar blindra hafa.

 

Hver er skilgreining hjálparhunds?

Ekki er til formleg skilgreining á hjálparhundi hér á landi. Almennt má segja að hjálparhundar aðstoða eigendur sína við ákveðin verkefni og hafa þannig jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra með því að veita þeim aukið frelsi og sjálfstæði.

 

Við hverju eru hjálparhundar á Íslandi þjálfaðir?

Verkefni hjálparhunda eru mjög fjölbreytt og má segja að sífellt sé verið að finna nýjar leiðir til að nýta þjónustu þeirra. Þekktastir eru kannski hjálparhundar sem hafa verið þjálfaðir til að aðstoða hreyfihamlaðan einstakling við daglegar athafnir s.s.að sækja hluti sem eru utan seilingar,opna og loka hurðum, draga hjólastól,kveikja og slökkva ljós og margt fleira. Þá eru líka til þeir sem eru þjálfaðir til að gefa eiganda sínum (eða öðrum) merki t.d. af yfirvofandi flogakasti, breytingu á blóðsykri. Þá geta þeir einnig sótt hjálp fyrir eiganda sinn sem er í hættu og þarf aðstoð.

 

Eru einhverjar hindranir í íslensku þjóðfélagi gagnvart hjálparhundum?

Líkt og hjá hinum almenna hundeiganda hér á landi þá upplifa eigendur hjálparhunda ýmsar hindranir. Þar ber helst að nefna takmarkað aðgengi að byggingum og samgöngutækjum. Þeir geta því ekki fylgt eigendum sínum um allt og aðstoðað þá við fjölbreyttar athafnir úti í samfélaginu líkt og þeir eru þjálfaðir til. Þar sem hjálparhundar eru ekki viðurkenndir sem hjálpartæki eru þeir ekki niðurgreiddir af sjúkratryggingum. En á bak við fullþjálfaðan hjálparhund felst gríðarleg vinna og er því kostnaður við hann mjög hár og ekki á færi allra að kaupa. Að lokum má nefna að þekkingarleysi almennings varðandi hvernig á að umgangast hjálparhunda getur haft neikvæð áhrif á að þeir geti sinnt sínum verkefnum án þess að verða fyrir truflun.

bottom of page