Siðareglur *
* byggt á siðareglum Alþjóðasamtaka hjálparhunda (Assistance Dogs International)
Siðareglur fyrir verðandi hjálparhunda
HHÍ telur að tryggja skuli heilsu og velferð/lífsgæði vottaðra hjálparhunda og verðandi hjálparhundar við undirbúning, þjálfun og vinnu.
Í því ljósi skuli eftirfarandi siðareglur verða til viðmiðunar við þjálfun og nýtingu þjónustu hjálparhunda:
-
Hvolpur (verðandi hjálparhundur) skal metinn af fagaðila þar sem mat er lagt á persónuleika og vinnueiginleika.
-
Hjálparhundur skal gangast undir ítarlega læknisskoðun þar sem mat er lagt á heilbrigði hans og líkamlega heilsu.
-
Hjálparhundur skal hljóta ítarlega þjálfun svo hann láti fullkomlega að stjórn og geti sinnt þeim sértæku verkefnum hann honum er ætlað.
-
Hjálparhundur skal vera þjálfaður með viðurkenndum aðferðum sem valda honum ekki tilfinningalegu né líkamlegu álagi.
-
Hjálparhundi skal veitt það rými sem hann þarf til þjálfunar og skal ekki vera settur í krefjandi aðstæður eða verkefni fyrr en hann hefur náð fullnægjandi færni ásamt andlegum og líkamlegum þroska.
-
Hjálparhundi skal valið heimili þar sem skapgerð hans og þarfir samsvari þörfum, getu og lífstíl viðtakanda.
-
Hjálparhundur skal afhentur viðskiptavini sem er fær um að hafa samskipti við hann / hana.
-
Hjálparhundur skal afhentur viðskiptavini sem getur sinnt hans tilfinningalegu, líkamlegu og fjárhagslegu þörfum.
-
Hjálparhundur skal afhentur viðskiptavini sem getur veitt stöðugar og öruggar aðstæður.
-
Hjálparhundur skal afhentur viðskiptavini sem lýst hefur vilja til að öðlast aukið sjálfstæði og / eða lífsgæði með þjónustu hjálparhunds.
-
Þjálfari skal vera aðili að HHÍ og mun taka ábyrgð á hundum sem hann þjálfar (í samvinnu við félagið) ef heilsa stjórnanda gerir honum ókleift að sinna þörfum hjálparhundsins.
-
Meðlimir HHÍ munu ekki þjálfa, úthluta eða votta hunda með árásargirni. Hjálparhundur má ekki hafa hlotið árásar- og eða varnarþjálfun. Stýrt gelt sem þjálfuð færni getur átt við í ákveðnum aðstæðum.
Hjálparhundar úti í samfélaginu
Eftirfarandi siðareglur kveða á um æskilega framkomu hjálparhunda úti í samfélaginu á opinberum stöðum. Leiðbeiningarnar lúta bæði að hegðun hans og þjálfun.
Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar að sýna þær lágmarkskröfur sem ADI gera til undirfélaga, félögin eru hvött til að gera kröfur umfram lágmark.
1. Almenna hæfi
-
Hundurinn er hreinn, vel snyrtur og lyktar ekki illa.
-
Hundur mígur hvorki né skítur á óviðeigandi stöðum.
2. Hegðun
-
Hundur leitar ekki eftir athygli, heilsar upp á eða ónáðar fólk á almannafæri.
-
Hundur truflar ekki aðstæður fólks á almannafæri.
-
Hundur gefur ekki frá sér hljóð að óþörfu, þ.e. gelt, gól eða væl.
-
Hundur sýnir ekki árásargirni gagnvart fólki eða öðrum dýrum.
-
Hundur leitar ekki eða stelur mat eða öðrum hlutum frá fólki á almannafæri.
3. Þjálfun
-
Hundur er sérstaklega þjálfaður til að framkvæma verkefni til að efla þátttöku viðskiptavinarins í samfélaginu.
-
Hundur vinnur rólega og hljóðlega í beisli, taum eða annars konar böndum.
-
Hundur er fær um að sinna verkefnum sínum úti í samfélaginu.
-
Hundur verður að vera fær um að liggja hljóðlega við hlið stjórnanda án þess að hefta aðgengi.
-
Hundur er þjálfaður til að losa þvag og saur eftir skipun.
-
Hundur helst innan við 60 sentimetra frá stjórnanda nema eðli sérhæfðs verkefnis krefjist þess að það sé að unnið í meiri fjarlægð.
Siðareglur fyrir eigendur hjálparhunda
Í samræmi við tilgang samtakanna að hjálpa fólki með skerðingar til að auka lífsgæði og ýta undir sjálfstæði þá telja samtökin að eftirfarandi siðareglur séu nauðsynleg til að tryggja að þetta umboð sé á sanngjörnu og ábyrgan hátt uppfyllt.
-
Allar umsóknir um hjálparhund skulu teknar til skoðunar óháð kynþætti, kyni, kynhneigð eða trúarbrögðum.
-
Samskipti starfsfólks og aðila innan HHÍ við eigendur hjálparhunda skulu einkennast af virðingu og reisn.
-
Samfélagið á rétt á því að vera fullviss um að hjálparhundar séu ávallt undir stjórn og að þeir sýna ekki uppáþrengjandi hegðun. Þess vegna á tilvonandi eigandi hjálparhunds rétt á að fá úthlutaðan hæfum hjálparhundi og að eigandinn hafi hlotið viðeigandi fræðslu um þjálfun og meðhöndlun hjálparhunda.
-
Samfélagið á rétt á upplýsingum um samtökin, tilgang þeirra og siðareglur.
-
Samfélagið á rétt á fræðslu um gagnsemi hjálparhunds fyrir eigendur þeirra
-
Engum eiganda hjálparhunda skal skylt að taka þátt í fjáröflun eða almannatengslum án þess að hafa lýst sjálft yfir áhuga sínum og vilja til þess.