top of page

Ársskýrslur

30. janúar 2020

Ný stjórn Hjálparhunda Íslands

 

Stjórn HHÍ skiptir með sér verkum


Stjórnarfundur Hjálparhunda Íslands var haldin í húsnæði Styrktarfélags lamaðara og fatlaðra 20. janúar sl. Á fundinum skipti stjórn með sér verkum. Gunnhildur Jakobsdóttir er nýr formaður félagsins og Esther Hlíðar Jensen er gjaldkeri. Þá tók Kjartan Haukur Eggertsson sér sæti í stjórn en hann sat áður sem varamaður. Arndís Hrund Guðmarsdóttir, Edda Kristveig Indriðadóttir og Gísli Hrafn Þórarinsson eru varamenn.


Haraldur Sigþórsson og Elín Ingibjörg Kristófersdóttir létu af stórnarsetu. Stjórn þakkar þeim fyrir vel unnin störf. 

29. nóvember 2021
Stjórn Hjálparhunda Íslands kynna merki félagsins

Merkið er hannað og útfært af Borgari H. Árnasyni, grafískum hönnuði, sem gaf félaginu vinnu sína og er honum færðar bestu þakkir fyrir vel leyst verkefni.

Merkið skírskotar til hunda og hlutverk þeirra við að ýta undir samfélagsþátttöku eigenda sinna. Með starfi sínu geta þeir dregið úr einangrun og ýtt undir virka þátttöku og tengsl. Þá skírskotar merkið einnig til stafs, hjólastóls og eyra en hjálparhundar geta aðstoðað fólk sem vegna fötlunar af líkamlegum toga líkt og skerts styrks, heyrnar, flogaveiki og sykursýki.

Afraksturinn má sjá hér:

10. maí 2021
Styrkir til handa Hjálparhundum Íslands

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Öryrkjabandalag Íslands veitti Hjálparhundum Íslands styrk fyrir tveimur verkefnum er lúta að málefnum hjálparhunda og eigenda þeirra. Annars vegar er um að ræða kynningarherferð um hjálparhunda og hins vegar námskeið fyrir eigendur hjálparhunda. 

Undirbúningur að verkefnum er komin af stað. Mikilvægt er að heyra frá eigendum hjálparhunda um reynslu þeirra og þarfir. Því höfum við ákveðið að boða til fundar með ykkur.

Um væri að ræða rafrænan hitting gegnum ZOOM, miðvikudaginn 19. maí kl. 20:30

Einn umræðupunktur gæti til dæmis tengst tilvonandi námskeiði félagsins.

Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á netfangið hjalparhundar@gmail.com

18. mars 2021
Aðalfundur - skráning

 

Skráningarform fyrir þátttöku á aðalfund Hjálparhunda Íslands sem fram fer 22. mars er í eftirfarandi slóð:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe9IMKah1p0-_-sfa0wEdy-WKL-PWiUJRipmk0bPn_6vtnsEQ/viewform?usp=sf_link

Frestur til skráningar er kl. 12:00 á hádegi 22. mars.

Fundarboð þar sem slóð á Zoom fundinn verður sent í tölvupósti til allra sem skrá sig fyrir frestinn þegar skráningarfresti lýkur.

8. mars 2021
Aðalfundur

 

Aðalfundur Hjálparhunda Íslands verður haldinn mánudaginn 22. mars næstkomandi kl. 17:00.
Fundurinn verður á ZOOM.

 

Dagskrá aðalfundar:

 

1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.    Skýrsla stjórnar fyrir árið 2020 lögð fram
3.    Reikningar fyrir árið 2020 lagðir fram til samþykktar
4.    Lagabreytingar
5.    Ákvörðun félagsgjalds
6.    Kosning stjórnar
7.    Önnur mál

 

Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir aðalfund. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu þess hér:

https://www.hjalparhundar.is/viltu-gerast-felagi
 

Vegna fyrirkomulagsins verður nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram á fundinn. Skráningarskjal og fundarboð verður birt fljótlega.


Reykjavík 8. mars 2021
Stjórn Hjálparhunda Íslands

Aðalfundur 2020

 

Aðalfundur Hjálparhunda Íslands var haldin í húsnæði Styrktarfélags lamaðara og fatlaðra 8. mars sl. Fundarstjóri var Edda Ingibjörg Kristófersdóttir. Stjórn flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir helstu verkefni og áherslur félagsins á árinu. Reikningar félagsins voru lagðir fram og samþykktir af meirihluta fundargesta. 


Stjórn var endurkjörin og er stjórn sem hér segir:
 
Gunnhildur Jakobsdóttir er formaður 
Esther Hlíðar Jensen er gjaldkeri
Kjartan Haukur Eggertsson meðstjórnandi


Varamenn eru:
Arndís Hrund Guðmarsdóttir, Edda Kristveig Indriðadóttir og Gísli Hrafn Þórarinsson.
 
Félagið mun halda áfram að beita sér fyrir málefnum hjálparhunda hér á landi og leita samstarfs við eigendur hjálparhunda, hagsmunaaðila er koma að málum eigenda hjálparhunda og hundanna sjálfra. Gerð vottunar er komin vel á veg og er það helsta verkefni félagsins á starfsárinu.

23. febrúar 2020
Aðalfundur og fræðsla um hvolpa uppeldi

 

Aðalfundur Hjálparhunda Íslands verður haldinn sunnudaginn 8. mars kl. 16 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. 

 

Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir aðalfund. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu þess hér: https://www.hjalparhundar.is/viltu-gerast-felagi

 

Dagskrá aðalfundar:

 

1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.    Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019 lögð fram
3.    Reikningar fyrir árið 2019 lagðir fram til samþykktar
4.    Lagabreytingar
5.    Ákvörðun félagsgjalds
6.    Kosning stjórnar
7.    Önnur mál

 

Að loknum aðalfundi mun Auður Björnsdóttir hjálparhundaþjálfari halda erindi fyrir áhugasama. Hún mun fjalla um þætti sem hafa ber í huga við uppeldi hvolpa sem ætlaðir eru sem hjálparhundar. Erindið gefur okkur innsýn í fyrsta ár hjálparhundsins ásamt því að gagnast hinum almenna hundeiganda enda Auður með mikla reynslu í hvolpa uppeldi.

 

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Stjórn Hjálparhunda Íslands

Brown Dog

Kynningarfundur 26. janúar 2019

Kynningarfundur félagsins Hjálparhundar Íslands verður haldinn laugardaginn 26. janúar milli kl. 15-17 að Háaleitisbraut 13. 

Dagskrá fundarins: 

  • Kynning á félaginu og markmiðum þess

  • Formleg opnun heimasíðu félagsins

  • Skráning nýrra félaga

Allir velkomnir
 

Samstarfssamningur við Sjálfsbjörgu

Í dag, 25. janúar 2019, var undirritaður samstarfssamningur milli Sjálfsbjargar og félagsins Hjálparhundar Íslands. Þar var m.a. áréttað að heimilisfang félagsins yrði áfram Hátún 12. Einnig var vilji til gagnkvæmrar upplýsingamiðlunar og samstarfs um verkefni. Í framtíðinni verður leitað eftir samstarfi við fleiri aðila.

Heimasíða Hjálparhunda Íslands formlega opnuð

Á kynningarfundi Hjálparhunda Íslands sem haldin var 25. janúar var heimasíða félagsins formlega opnuð.
Slóð síðunnar er www.hjalparhundar.is. Á síðunni verður hægt að nálgast helstu upplýsingar um félagið og hjálparhunda.

Síðan er enn í mótun og unnið er að því að setja efni þar inn jafnt og þétt. Við vonumst eftir góðum viðtökum og hlökkum til að heyra frá ykkur. Sendið endilega ábendingar um efni og útlit á hjalparhundar@gmail.com.

 

Einnig er hægt að senda ábendingar eða skilaboð beint af heimasíðunni með því að skrolla niður á upphafssíðunni.

11. nóvember 2019
Auglýsing um aðalfund Hjálparhunda Íslands

Adalfundur_HHI_4.png

Aðalfundur Hjálparhunda Íslands verður haldinn mánudaginn 25. nóvember kl. 17 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. 

 

Kosningarétt og kjörgengi þeir sem greitt hafa félagsgjald eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir aðalfund. 

 

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:


1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.    Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018 lögð fram
3.    Reikningar fyrir árið 2018 lagðir fram til samþykktar
4.    Lagabreytingar
5.    Ákvörðun félagsgjalds
6.    Kosning stjórnar
7.    Önnur mál

 

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma á fundinn og taka þátt með okkur við að koma þessu félagi á laggirnar enda málefnið brýnt.

 

Stjórn Hjálparhunda Íslands

bottom of page