©2019 Hjálparhundar Íslands

Fréttir

11. nóvember 2019

Auglýsing um aðalfund Hjálparhunda Íslands

Aðalfundur Hjálparhunda Íslands verður haldinn mánudaginn 25. nóvember kl. 17 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. 

 

Kosningarétt og kjörgengi þeir sem greitt hafa félagsgjald eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir aðalfund. 

 

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:


1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.    Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018 lögð fram
3.    Reikningar fyrir árið 2018 lagðir fram til samþykktar
4.    Lagabreytingar
5.    Ákvörðun félagsgjalds
6.    Kosning stjórnar
7.    Önnur mál

 

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma á fundinn og taka þátt með okkur við að koma þessu félagi á laggirnar enda málefnið brýnt.

 

Stjórn Hjálparhunda Íslands

Brown Dog

Kynningarfundur 26. janúar 2019

Kynningarfundur félagsins Hjálparhundar Íslands verður haldinn laugardaginn 26. janúar milli kl. 15-17 að Háaleitisbraut 13. 

Dagskrá fundarins: 

  • Kynning á félaginu og markmiðum þess

  • Formleg opnun heimasíðu félagsins

  • Skráning nýrra félaga

Allir velkomnir
 

Samstarfssamningur við Sjálfsbjörgu

Í dag, 25. janúar 2019, var undirritaður samstarfssamningur milli Sjálfsbjargar og félagsins Hjálparhundar Íslands. Þar var m.a. áréttað að heimilisfang félagsins yrði áfram Hátún 12. Einnig var vilji til gagnkvæmrar upplýsingamiðlunar og samstarfs um verkefni. Í framtíðinni verður leitað eftir samstarfi við fleiri aðila.

Heimasíða Hjálparhunda Íslands formlega opnuð

Á kynningarfundi Hjálparhunda Íslands sem haldin var 25. janúar var heimasíða félagsins formlega opnuð.
Slóð síðunnar er www.hjalparhundar.is. Á síðunni verður hægt að nálgast helstu upplýsingar um félagið og hjálparhunda.

Síðan er enn í mótun og unnið er að því að setja efni þar inn jafnt og þétt. Við vonumst eftir góðum viðtökum og hlökkum til að heyra frá ykkur. Sendið endilega ábendingar um efni og útlit á hjalparhundar@gmail.com.

 

Einnig er hægt að senda ábendingar eða skilaboð beint af heimasíðunni með því að skrolla niður á upphafssíðunni.