top of page

PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSING HJÁLPARHUNDA ÍSLANDS

Við berum virðingu fyrir þér og persónuupplýsingum þínum og viljum að þú sért upplýst(ur) um það með einföldum hætti hvernig og af hverju við söfnum, notum, og varðveitum persónuupplýsingar um þig og hvaða réttindi þú hefur gagnvart okkur.

Í persónuverndaryfirlýsingu okkar svörum við eftirfarandi spurningum:

  • Hvenær og hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum um þig?

  • Hvaða persónuupplýsingum söfnum við um þig?

  • Hvernig notum við persónuupplýsingar um þig?

  • Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?

  • Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?

  • Hve lengi varðveitum við persónuupplýsingar?

  • Hver eru þín réttindi gagnvart okkur?

  • Mun þessi persónuverndaryfirlýsing breytast?
     

1. Hvenær og hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum um þig?

Þegar þú skráir þig sem félagsmaður ert þú beðin(n) um að framsenda til okkar tilteknum persónuupplýsingum um þig. Þessum upplýsingum söfnum við til þess að við getum þjónustað þig í samræmi við beiðni þína. Þegar þú velur að styðja við starfsemi okkar og leggur til framlag ert þú beðin(n) um að framsenda til okkar tilteknum persónuupplýsingum um þig. Þessum upplýsingum söfnum við til þess að við getum þjónustað þig í samræmi við beiðni þína og haldið utan um styrktarframlög.

Þegar þú ert styrktaraðili hjá okkur söfnum við og höldum utan um upplýsingar sem tengjast styrktarsögu þinni hjá okkur. Þessum upplýsingum söfnum við til þess að veita þér yfirsýn yfir þinn stuðning til okkar, og til þess að við getum boðið þér persónulegri þjónustu.

Þegar þú vilt vera í tengslum við okkur og fá upplýsingar (s.s. markpósta og upplýsingar) frá okkur með reglubundnu millibili ert þú beðinn um að framsenda til okkar nauðsynlegum upplýsingum til þess að við getum veitt þér slíkar upplýsingar. Þetta er háð þínu vali.

Stundum býðst þér að veita okkur, með valkvæðum hætti, viðbótar persónuupplýsingar um þig. Þetta eru upplýsingar sem við óskum eftir því við teljum þær geta hjálpað okkur að veita þér betri þjónustu. Þú þarft aldrei að veita slíkar upplýsingar nema þú kjósir það.

Þegar þú notar vefviðmót okkar söfnum við jafnframt persónuupplýsingum með vefkökum (e. cookies), IP-tölum og öðrum upplýsingum tengdum tækinu sem þú notar (s.s. gerð vélbúnaðar, útgáfu stýrikerfis o.þ.h.).*

Við kunnum að fá upplýsingar um þig frá þriðja aðila s.s. Þjóðskrá í þeim tilgangi að hafa samband við þig, kynna starfsemi okkar fyrir þér og bjóða þér að styðja við starfsemi okkar.
 

Persónuupplýsingar sem við söfnum um þig velta á eðli styrktarsambands þíns við okkur þ.á m. í hvaða tilgangi þú hefur nálgast okkur, upplýsingar sem við kunnum að safna eru m.a.:

  • Nafn þitt, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang.

  • Kreditkortanúmer, debetkortanúmer, reikningsupplýsingar eða aðrar bankatengdar upplýsingar.

  • Styrktarleiðir þínar hjá okkur.

  • Samskipti sem þú velur að eiga við okkur, s.s. tölvupóstar, skilaboð send í gegnum vefviðmót s.s. mínar síður, bréf eða önnur samskipti.

  • Greiðsluupplýsingar/reikningsviðskiptaupplýsingar – s.s. dagsetningar á færslum eða mótteknum greiðslum.

3. Hvernig notum við persónuupplýsingarnar þínar?

Við kunnum að nota persónuupplýsingar þínar til þess að:

  • Vinna úr beiðnum, þ.á m. styrktarbeiðnum, sem þú hefur komið á framfæri til okkar.

  • Bjóða þér að gerast styrktaraðili hjá okkur.

  • Upplýsa þig um starfsemi okkar, nýjar styrktarleiðir eða verkefni.

  • Senda þér reikninga vegna viðskipta við okkur eða óska eftir framlagi sem þú hefur gefið vilyrði fyrir.

  • Veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir.

  • Átta okkur á því hvernig þú nýtir þér þjónustu okkar, þannig getum við betur þróað áfram okkar þjónustu og styrktarleiðir.

  • Svara spurningum sem þú beinir til okkar.

4. Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?

Við kunnum að deila upplýsingum um þig með eftirfarandi aðilum:

  • Þjónustufyrirtækjum sem koma fram fyrir okkar hönd.

  • Sérfræðingum okkar s.s. lögfræðingum, endurskoðendum og ytri ráðgjöfum.

Við deilum upplýsingum einungis með þriðju aðilum þegar til staðar er vinnslusamningur þar sem kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga, nema lagaskylda kveði á um annað. Komi upp aðstæður þar sem grunur er um sviksamlega eða ólögmæta háttsemi munum við deila með viðeigandi aðilum persónuupplýsingum sem þýðingu kunna að hafa í þeim tilgangi að vernda hagsmuni okkar, þinna og/eða hagsmuni viðskiptavina okkar.

5. Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?

Upplýsingaöryggi skiptir okkur miklu máli. Þess vegna vinnum við náið með upplýsingatæknifyrirtækjum sem þjónusta okkur í málum er varða upplýsingaöryggi, þ.á m. með því að að yfirfara reglubundið verkferla sem snúa að meðhöndlun og varðveislu persónuupplýsinga.

6. Hve lengi varðveitum við upplýsingarnar?

Við munum varðveita upplýsingarnar eins lengi og nauðsyn krefur til þess að sinna þeim verkefnum sem upplýsingarnar eru veittar vegna, nema lög krefjist eða leyfi lengri varðveislutíma. Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um eyðingu þeirra, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar og/eða þeim eytt.

7. Þín réttindi gagnvart okkur?

Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru nýttar af okkur og hvaða upplýsingar við höfum um þig. Þú hefur einnig rétt á því að uppfæra upplýsingar um þig þannig að þær séu réttar, óska eftir leiðréttingum eða að upplýsingum um þig sé eytt, enda sé ekki lengur ástæða til þess að við geymum þær.

Vakni upp spurningar eða athugasemdir í tengslum við persónuverndaryfirlýsingu þessa eða persónuvinnslu okkar, eða ef þú vilt kvarta yfir mögulegu broti á persónuverndarlögum skaltu hafa samband við okkur með því að hringja í síma +354 695 0272 eða senda okkur tölvupóst á netfangið hjalparhundar@gmail.com. Við munum leggja allt kapp við að bregðast við svo fljótt sem auðið er.

Þú getur einnig leitað til Persónuverndar með erindi í samræmi við lög nr. 77/2000.
 

7. Þín réttindi gagnvart okkur?

Persónuverndarstefna þessi kann að breytast með tímanum, t.d. vegna breytinga á lögum og reglum eða opinberum kröfum gagnvart okkur og meðhöndlun persónuupplýsingar. Við hvetjum þig því til þess að fylgjast reglulega með uppfærslum, en þær birtum við á vefsíðu okkar.

2. Hvaða persónuupplýsingum söfnum við um þig?

bottom of page