top of page

Námskeið fyrir fósturfjölskyldur

Hjálparhundar Íslands

Hjálparhundar Íslands auglýsa eins dags námskeið um fósturfjölskyldur hjálparhunda. Námskeiðið fer fram í Reykjadal í Mosfellsdal, laugardaginn 28. september og er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Félagsmenn teljast þeir sem greitt hafa félagsgjöld ársins.


Námskeiðslýsing:

Um er að ræða bóklegan og verklegan hluta. Megináhersla verður lögð á fræðslu og þjálfun hvolpa í æfingum sem gagnast í uppeldi hjálparhunda. Auður Björnsdóttir mun hafa yfirumsjón með verklegri þjálfun. Í bóklega hlutanum verður lögð áhersla á fræðslu um uppeldi, umhverfisþjálfun, andlega og líkamlega velferð hjálparhunda ásamt kynningu á vottunarferli þeirra. Fyrirlesarar verða auk Auðar, Gunnhildur Jakobsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir. Að loknum erindum verða umræður svo þetta er kjörið tækifæri fyrir alla áhugasama til að kynna sér málefni hjálparhunda.


Skráning fer fram á netfanginu hjalparhundar@gmail.com



 

Recent Posts

See All

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Hjálparhunda Íslands verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2025 kl. 17:00 í húsnæði Æfingastöðvarinnar, Háaleitisbraut 13, 108...

Comentarios


bottom of page